Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 21. desember 2014 18:36
Alexander Freyr Tamimi
Rodgers: Sanchez dýfði sér
Rodgers var sáttur með sína menn.
Rodgers var sáttur með sína menn.
Mynd: Getty Images
Brendan Rodgers, stjóri Liverpool, var mjög ánægður með frammistöðu sinna manna gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Liverpool rétt náði að merja 2-2 jafntefli á Anfield en heimamenn óðu þó í færum og hefðu vel getað tekið stigin þrjú.

,,Þetta var stórkostleg frammistaða, sendingarnar og hreyfingarnar á vellinum voru frábærar. Völlurinn var skelfilegur," sagði Rodgers.

,,Við áttum skilið að vera yfir í hálfleik og ég held að þeir hafi ekki átt að fá aukaspyrnu í aðdraganda seinna marksins síns. Alexis Sanchez dýfði sér og dómarinn féll fyrir því."

,,En við verðum að verjast betur. Við töpuðum þremur einvígum og við verðum að gera betur."

,,Ég er í skýjunum með frammistöður okkar gegn Manchester United, Bournemouth og Arsenal. Þetta sýnir að við erum að komast aftur á okkar stall."

Athugasemdir
banner