Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 22. janúar 2017 08:00
Kristófer Kristjánsson
Chapecoense spilaði fyrsta leikinn eftir slysið
Jakson Follmann táraðist fyrir leik.
Jakson Follmann táraðist fyrir leik.
Mynd: Getty Images
Chapecoense spilaði sinn fyrsta leik eftir að nánast allir leikmenn liðsins létust í flugslysi í nóvember á síðasta ári.

Liðið mætti þá Brasilíumeisturum Palmeiras og lyftu þeir Suður-Ameríku bikarnum fyrir leikinn en Atletico Nacional, frá Kólombíu gaf Chapecoense bikarinn en liðin áttu að mætast í úrslitum keppninnar er flugslysið varð.

Leikurinn gegn Palmeiras fór fram á Arena Conda, heimavelli Chapeconese og Neto, Jakson Follmann og Alan Ruschel, einu leikmenn liðsins sem lifðu slysið af, voru mættir til að taka við verðlaunum.

Svo fór að liðin gerðu 2-2 jafntefli að viðstuddu fullu húsi og var stundin ansi tilfinningarík.
Athugasemdir
banner
banner