Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 22. janúar 2017 16:19
Kristófer Kristjánsson
England: Arsenal með dramatískan sigur á Burnley
Shkodran Mustafi fagnar marki sínu
Shkodran Mustafi fagnar marki sínu
Mynd: Getty Images
Arsenal 2 - 1 Burnley
1-0 Shkodran Mustafi ('59 )
2-0 Alexis Sanchez ('90 , víti)
2-1 Andre Gray ('90 , víti)
Rautt spjald:Granit Xhaka, Arsenal ('65)

Það var heldur betur dramatík á Emirates er Arsenal tók á móti Burnley í dag.

Heimamenn voru mun betri lengst af og óheppnir að ganga til leikhlés markalausir.

Það var svo sjaldgjæft mark frá Shkodran Mustafi sem braut ísinn eftir tæplega klukkutíma leik og stefndi þá í þægilegan sigur heimamanna.

Granit Xhaka vildi þó ekki hafa þetta of þægilegt og nældi sér í rautt spjald sex mínútum síðar sem gaf gestunum von.

Sú von virtist ætla að breytast í stig þegar Francis Coquelin braut á Ashley Barnes og vítaspyrna réttilega dæmd þegar komið var í uppbótartíma. Andre Gray fór á punktinn og jafnaði leikinn en dramatíkinni var ekki lokið.

Þegar komið var í fimmtu mínútu uppbótartímans var dæmd önnur vítaspyrna. Ben Mee sparkaði í höfuðið á Laurent Koscielny þegar sá síðarnefndi ætlaði að skalla boltann; glórulaust brot en endursýningar sýndu að Koscielny var rangstæður og Burnley menn svekktir eftir því.

Alexis Sanchez steig á punktinn og skoraði sitt 15 deildarmark á tímabilinu og tryggði Arsenal dýrmæt þrjú stig sem færir sig í annað sæti deildarinnar.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner