Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 22. janúar 2017 18:36
Kristófer Kristjánsson
England: Chelsea komið með átta stiga forystu
Diego Costa skoraði í endurkomunni
Diego Costa skoraði í endurkomunni
Mynd: Getty Images
Chelsea 2 - 0 Hull City
1-0 Diego Costa ('45 )
2-0 Gary Cahill ('81 )

Gott gengi Chelsea í ensku úrvalsdeildinni hélt áfram í dag er liðið sigraði Hull City, 2-0, á Stamford Bridge.

Diego Costa sneri aftur í lið Chelsea eftir háværan orðróm um að félagið hefði áhuga á að selja hann til Kína og sýndi hann gamalkunna takta.

Slæm höfuðmeiðsli Ryan Mason í fyrri hálfleik leiddu til þess að níu mínútum var bætt við fyrri hálfleikinn og stuttu áður en honum lauk brutu heimamenn ísinn. Þar var að sjálfsögðu enginn annar að verki en Diego nokkur Costa eftir góða sendingu frá Victor Moses.

Gestirnir lögðu þó ekki árar í bát og börðust hetjulega í síðari hálfleik allt þar til á 80. mínútu þegar Gary Cahill skoraði annað mark heimamanna, gegn gangi leiksins.

Lokatölur því 2-0 og Chelsea komið með átta stiga forskot á Arsenal sem situr í öðru sæti.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner