Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 22. janúar 2017 10:01
Kristófer Kristjánsson
Gullit: Pogba gæti orðið næsti Memphis hjá Man Utd
Mynd: GettyImages
Paul Pogba á í hættu á að verða misheppnuð kaup fyrir Manchester United, svipað og Memphis Depay, ef hann einbeitir sér ekki að fótboltanum. Þetta segir Hollendingurinn Ruud Gullit sem spilaði á sínum tíma með liðum eins og Chelsea og AC Milan.

Pogba, sem gekk til liðs við Man Utd fyrir metfé síðasta sumar, á enn eftir að sýna sitt besta form á Old Trafford en vera hans á samfélagsmiðlum hefur varpað skugga á frammistöður hans.

Fyrrum liðsfélagi hans, Memphis Depay, gekk til liðs við Lyon í vikunni eftir mislukkaðan tíma hjá United, en hann kom til félagsins sumarið 2015.

„Paul Pogba er að ganga í gegnum það sama hjá Man Utd og Memphis Depay gerði," sagði Gullit við The Mirror.

„Memphis var harðlega gagnrýndur vegna þess að honum þótti mikilvægara að efla ímynd sína utan vallar í stað þess að bæta sig inn á vellinum. Pogba þarf að passa að falla ekki í sömu gryfju," bætti hann við en Gullit telur að stuðningsmenn Man Utd gætu snúið gegn Frakkanum unga ef hann bætir sig ekki.

„Jafnvel fyrir stærstu stjörnurnar í fótbolta gildir ein regla: að spila vel fyrir félagið sitt skiptir öllu máli."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner