Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 22. janúar 2017 17:10
Kristófer Kristjánsson
Gummi Ben með þátt á BBC
Gummi Ben var fremstur í flokki á EM síðasta sumar
Gummi Ben var fremstur í flokki á EM síðasta sumar
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Benediktsson, eða Gummi Ben eins og hann er kallaður, stjórnaði á dögunum útvarpsþætti hjá BBC World Service þar sem hann fer yfir sögu útvarps- og sjónvarpslýsinga á fótboltaleikjum en hana má rekja 90 ár aftur í tímann.

Lýsingar Gumma Ben á leikjum Íslands á Evrópumótinu í sumar fóru á flug á samfélagsmiðlum og hafa upptökur af lýsingu hans á leik Englands og Íslands fengið mörg hundruð þúsund áhorf.

Það er því sennilega vel við hæfi að BBC hafi ákveðið að nýta krafta hans í þessum magnaða þætti þar sem farið er yfir sögu lýsinga á fótboltaleikjum og hvernig hlutverk þeirra hefur þróast í gegnum árin.


Hægt er að hlusta á þennan stórskemmtilega þátt á heimasíðu BBC með því að smella hér.
Athugasemdir
banner
banner