Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 22. janúar 2017 13:00
Kristófer Kristjánsson
Hábolta Jurgen Klopp kallaður hræsnari
Hábolta Klopp?
Hábolta Klopp?
Mynd: Getty Images
Titilvonir Liverpool biðu alvarlegan hnekki í gær er liðið tapaði 2-3 á heimavelli gegn Swansea sem situr á hinum enda töflunnar en það var það sem gerðist eftir að Gylfi Þór Sigurðsson kom Swansea yfir á 74. mínútu sem vakti fram bræði og háð á samfélagsmiðlum.

Liverpool gerði 1-1 jafntefli á Old Trafford um síðustu helgi og á blaðamannafundi sínum eftir leik gerði Jurgen Klopp lítið úr taktík Jose Mourinho sem leiddi til jöfnunarmarks heimamanna, seint í leiknum.

„Síðustu 20-25 mínúturnar spiluðu United bara hábolta," sagði Þjóðverjinn eftir leikinn á Old Trafford. „Þeir sendu hann bara háan á Fellaini og Ibrahimovic. Við spiluðum betri fótbolta og höfðum betri áætlun."

Gegn Swansea setti Jurgen Klopp, í örvæntingu sinni, hávaxna hafsentinn Joel Matip upp á topp gegn Swansea í von um að bjarga úrslitunum.

Það ætti ekki að koma neinum á óvart að internetið var fljótt að benda á kaldhæðnina.









Athugasemdir
banner
banner