Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 22. janúar 2017 15:30
Kristófer Kristjánsson
Leicester jafnar verstu byrjun meistara í sögunni
Það gengur ekkert hjá Ranieri
Það gengur ekkert hjá Ranieri
Mynd: Getty Images
Englandsmeistarar Leicester City töpuðu 3-0 gegn Southampton í dag og halda þar með áfram að dragast nær fallbaráttunni.

Mörk frá James Ward-Prowse, Jay Rodrigues og Dusan Tadic sáu til þess að Claudio Ranieri og lærisveinar hans í Leicester hafa nú jafnað verstu byrjun Englandsmeistara í sögunni.

Alf Ramsey gerði Ipswich Town að Englandsmeisturum árið 1963 áður en hann kvaddi Traktor drengina og tók við enska landsliðinu.

Jackie Milburn tók við hinum ríkjandi meisturum og undir hans stjórn átti liðið eftir að hrapa en eftir 22 leiki var tölfræðin sú sama og Leicester hefur í dag. Fimm sigrar, sex jafntefli og 11 töp.



Athugasemdir
banner
banner