sun 22. janúar 2017 21:00
Kristófer Kristjánsson
„Sagði mömmu að ég myndi spila á Old Trafford og hún fór að gráta“
Trent Alexander Arnold fékk eldskírn á Old Trafford
Trent Alexander Arnold fékk eldskírn á Old Trafford
Mynd: Getty Images
og kom vel út úr því
og kom vel út úr því
Mynd: Getty Images
Trent Alexander-Arnold spilaði sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi þegar Liverpool heimsótti erkifjendur sína í Manchester United.

Arnold fékk að vita hjá þjálfara sínum, Jurgen Klopp, að hann myndi byrja örfáum klukkustundum fyrir leik.

Vitandi að hann væri að fara fá eldskírn sína í úrvalsdeildinni fyrir framan 70 þúsund manns á óvinasvæði byrjaði hann undirbúning sinn á því að hringja í móður sína.

„Þegar ég hringdi í hana fór hún að gráta," sagði Arnold í viðtali við heimasíðu Liverpool.

„Það var þá sem ég áttaði mig á því að þetta var ekki bara að henda mig, heldur alla í kringum mig. Hún sagði mér að fara þarna út og gera mitt besta og ekki hafa áhyggjur - og það var það sem ég gerði."

Það var í hádeginu á leikdegi sem Jurgen Klopp nálgaðist Arnold og spurði hvort hann væri tilbúinn til að byrja leikinn.

„Þjálfarinn spurði hvort ég væri tilbúinn að byrja. Ég sagði já og hann sagði bara 'Allt í lagi, þú byrjar'. Það var sennilega fyrir bestu að ég vissi þetta ekki daginn áður því ég hefði ekki sofið vel fyrir leikinn."

Spurður hvort hann hafi verið stressaður fyrir svo stórt verkefni; „Ég var ekki svo stressaður þegar við ferðuðumst á völlinn og ekki einu sinni í búningsklefanum en í göngunum, rétt áður en við gegnum út, þegar maður heyrði í stuðningsmönnunum. Þá komu taugarnar."

„En um leið og leikurinn byrjaði róaðist ég og einbeitti mér bara að verkefninu."

Trent Alexander-Arnold lenti í smávægilegu basli snemma leiks gegn hinum fljóta og slungna Anthony Martial, leikmanni Manchester United, en hann lagaði sig að leiknum eftir því sem á leið og skilaði góðu verki í bakverðinum en leiknum lauk með 1-1 jafntefli.
Athugasemdir
banner
banner
banner