Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 22. janúar 2017 08:30
Kristófer Kristjánsson
„Nainggolan jafn góður og Pogba"
Radja Nainggolan
Radja Nainggolan
Mynd: Getty Images
Luciano Spalletti, þjálfari ítalska félagsins Roma, segir að Radja Nainggolan væri alveg jafn verðmætur og Paul Pogba ef þeir væru jafnaldrar.

Pogba gékk í raðir Manchester United frá Juventus fyrir 89 milljónir punda í sumar og segir Spalletti að Nainggolan sé ekki síðri.

Belginn hefur verið virkilega góður undanfarið og skorað þrjú mörk í síðustu sex deildaleikjum Roma ásamt því að skora tvö mörk í sigri liðsins á Sampdoria í ítalska bikarnum.

Spalletti var spurður á fréttamannafundi hvað þurfti að borga fyrir miðjumanninn til að freista Roma til að selja hann.

„Það sama og fyrir Pogba. Þeir eru búnir að vera jafn góðir á vellinum, eini munurinn er sá að Nainggolan er eldri," sagði Spalletti.
Athugasemdir
banner
banner
banner