Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 22. janúar 2017 16:54
Kristófer Kristjánsson
Ramsey: Erfitt að eiga við Sam Vokes
Aaron Ramsey & Joey Barton
Aaron Ramsey & Joey Barton
Mynd: Getty Images
Arsenal sigraði Burnley í ensku úrvalsdeildinni í dag eftir þó nokkra dramatík.

Eftir að Shkodran Mustafi skoraði fyrsta mark leiksins virtust Burnley vera ná stigi þegar Andre Gray jafnaði metin úr vítaspyrnu í uppbótartíma síðari hálfleiks.

Allt kom þó fyrir ekki hjá Burnley en Arsenal fengu einnig vítaspyrnu í uppbótartíma sem Alexis Sanchez afgreiddi og sendi Arsenal í annað sætið.

Aaron Ramsey segir að þetta hafi verið erfiður leikur en verðskulduð úrslit.

„Það var miklu bætt við og við héldum bara áfram. Þetta er ekki auðvelt manni færri en þú verður að halda áfram að spila. Við vitum að við getum skapað færi þótt við séum bara 10," sagði Ramsey í viðtali við Sky Sports eftir leik.

„Þeir fóru í langa bolta eftir rauða spjaldið, settu Sam Vokes inn á sem er erfitt að eiga við en vörnin okkar hélt vel og við getum verið ánægðir."
Athugasemdir
banner
banner