Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 22. janúar 2017 18:23
Kristófer Kristjánsson
Þýskaland: Leverkusen með góðan sigur á Hertha Berlin
Hakan Calhanoglu setti tvö í dag
Hakan Calhanoglu setti tvö í dag
Mynd: Getty Images
Það voru tveir leikir á dagskrá í þýsku úrvalsdeildinni í dag.

Bayer Leverkusen vann góðan 3-1 heimasigur á Hertha Berlin. Omer Toprak skoraði fyrsta mark leiksins snemma í fyrri hálfleik og skoraði svo Hakan Calhanoglu tvö mörk, sitthvoru megin við eina mark Herthu, skorað af Valentin Stocker.

Leverkusen sitja nú í áttunda sæti með 24 stig, sex stigum frá Dortmund í fjórða sæti.

Mainz tók á móti Köln í síðdegisleiknum og var fátt um fína drætti á Opel Arena vellinum í dag en leiknum lyktaði með markalausu jafntefli.

Bayer 3 - 1 Hertha
1-0 Omer Toprak ('12 )
2-0 Hakan Calhanoglu ('36 , víti)
2-1 Valentin Stocker ('44 )
3-1 Hakan Calhanoglu ('88 )


Mainz 0 - 0 Cologne
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner