Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 22. janúar 2017 09:00
Kristófer Kristjánsson
Walker viðurkennir að hafa ýtt Sterling
Kyle Walker í leiknum í gær.
Kyle Walker í leiknum í gær.
Mynd: Getty Images
Kyle Walker viðurkennir að hann ýtti við Raheem Sterling, er Sterling var kominn einn gegn Hugo Lloris, markmanni Tottenham í leik Manchester City og Tottenham í gær.

Sterling var þá kominn í mjög gott færi en slakt skot hans fór beint á Hugo Lloris. Endursýningar sýndu að Walker ýtti í bakið á Sterling er hann tók skotið og hefði átt að dæma vítaspyrnu en Andre Marriner, dómari leiksins, dæmdi ekki neitt.

City komst í 2-0 í leiknum en Tottenham náði að jafna og fór leikurinn 2-2. Son Heung-min skoraði jöfnunarmarkið skömmu fyrir leikslok en augnablikum áður var Sterling kominn í gegn og atvikið gerðist.

„Ég ýtti honume n ég ætlaði ekki að gera það, það var eini möguleikinn til að koma í veg fyrir að hann myndi skora. Ég reyndi að trufla hann eins mikið og ég gat," sagði Walker.
Athugasemdir
banner
banner