sun 22. janúar 2017 12:00
Kristófer Kristjánsson
Wenger: Með Welbeck hefði England sigrað Ísland
Hefði Danny Welbeck skipt sköpum gegn Íslandi?
Hefði Danny Welbeck skipt sköpum gegn Íslandi?
Mynd: Getty Images
Danny Welbeck hefði getað hjálpað Englendingum að leggja Ísland að velli á Evrópumótinu í Frakklandi í sumar. Þetta segir þjálfari hans hjá Arsenal, Arsene Wenger, en Welbeck var fjarri góðu gamni síðasta sumar vegna meiðsla.

Welbeck er allur að koma til og er nýbyrjaður að taka þátt í leikjum Arsenal á ný og er Wenger hæstánægður með að hann virðist vera finna sitt besta form aftur.

„Hann er vinsæll vegna þess að hann spilaði vel með enska landsliðinu, hann var aðal framherjinn þar, við skulum ekki gleyma því," sagði Wenger við blaðamenn.

„England átti mislukkað Evrópumót og þú getur ekki stöðvað fólk í að hugsa með sér: ef Welbeck hefði verið þarna þá hefðum við unnið Ísland."

„Hann er enn þá ungur og hefur frábært hugarfar. Sumir leikmenn koma til baka og haga sér eins og þeir hafi aldrei verið meiddir, Danny er einn af þeim.
Athugasemdir
banner
banner
banner