Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 22. janúar 2018 12:30
Magnús Már Einarsson
Álitsgjafar svara: Sanchez og Mkhitaryan - Hvort félagið græðir meira á skiptunum?
Alexis Sanchez er á leið til Manchester United.
Alexis Sanchez er á leið til Manchester United.
Mynd: Getty Images
Henrikh Mkhitaryan fer til Arsenal.
Henrikh Mkhitaryan fer til Arsenal.
Mynd: Getty Images
Henrikh Mkhitaryan og Alexis Sanchez í leik Dortmund og Arsenal í Meistaradeildinni árið 2014.
Henrikh Mkhitaryan og Alexis Sanchez í leik Dortmund og Arsenal í Meistaradeildinni árið 2014.
Mynd: Getty Images
Alexis Sanchez er á leið til Manchester United frá Arsenal í skiptum fyrir Henrikh Mkhitaryan.

Hvað segja fótboltasérfræðingar og stuðningsmenn liðanna um skiptin? Hvort félagið er að koma betur út úr þessum félagaskiptum?



Rikki G, Stöð 2 Sport
Alexis Sanchez er að fara í hina frægu treyju nr.7 hjá United sem hefur verið undir álögum frá 2009. Nokkrir leikmenn sem hafa ekki getað borið hana en Sanchez er sá leikmaður sem getur það. Sanchez kemur inn klár í slaginn hjá United. Hann fær aðra menn upp á tærnar, hann kemur hungraður og virðist sáttur með skiptin. Hann dreymir um að vinna PL en var sennilega ekki að fara að gera það með Arsenal og hann á kannski bara 3-4 ár eftir á hæsta level. Hann mun eiga möguleika á PL titli með Man Utd, ekki á þessu tímabili en klárlega á því næsta.

Mkhitaryan virtist ekki eiga möguleika hjá Mourinho en hann sýndi það í fyrstu leikjum þessa tímabils að hann er algjör gæðaleikmaður og kannski mun hann blómstra undir Wenger. Özil og Mkhitaryan eru reyndar mjög líkir leikmenn að mínu mati og spurning hvernig þeir fúnkera saman. Ekki bestu varnarmennirnir. En Sanchez hefur verið einn af betri leikmönnum PL nánast frá því að hann kom. Hér fær hann nýja áskorun og bara karakterinn hjá Sanchez er þannig að hann stimplar sig inn með bang. Eins og staðan er í dag þá verða allar líkur að United muni "vinna" þessi félagaskipti.

Teitur Örlygs, körfuboltagoðsögn
Ég er himinlifandi með þetta fyrir hönd beggja leikmanna. Sem MU maður þá fáum við proven PL leikmann með rosalega hæfileika í Sanchez. Hraði,ákefð + hæfileikar er eitthvað sem okkur vantar að mínu viti. geggjað sign. Mikhi hefur átt erfitt uppdráttar undanfarið. Miklir hæfileikar sem gætu sprungið út hjá Arsenal. Þannig að þetta er mjög gott swap fyrir báða aðila þangað til annað kemur í ljós.

Benedikt Bóas Hinriksson, Fréttablaðið
Samkvæmt Opta Joe hefur Sanchez skorað eða lagt upp 85 mörk í ensku deildinni. Ég fann ekki tölfræðina hjá Mkhitaryan, því miður. Auðvitað er Man Utd að fá þarna heimsklassa mann sem gæti tekið þetta félag upp í hæstu hæðir næstu 24 - 30 mánuði áður en hann heldur á braut. Hann er jú 29 ára. En miðað við að Ivan Perisic átti að koma á einhverja milljarða í sumar er Mourinho að gera frábær kaup. Algjörlega stórkostleg. Og er ekki verið að orða Johnny Evans við fullt af liðum á einhverjar 20 milljónir punda.

Mkhitaryan hefur unnið sér inn virðingu held ég allra með því að vinna sér inn tækifæri undir Mourinho. Gleymum ekki að hann var keyptur og settur bara til hliðar í upphafi, sem var skrýtið. Hann er alveg ofboðslega góður í fótbolta eins og hann sýndi með Dortmund. En Man Utd var bara of stórt fyrir hann. Kannski blómstrar hann hjá Arsenal. Vonandi. En það þarf ekki að spyrja með Sanchez. Hann mun blómstra. Það vita það allir. Þess vegna vinnur Man Utd þetta - auðveldlega.

Jón Kaldal, Arsenal maður
Það verður mjög fróðlegt að sjá hvernig Sanchez vegnar hjá United. Hjá Mourinho mun hann hafa meiri varnarskyldu en hjá Arsenal og þolinmæðin fyrir glötuðum boltum verður minni en hann naut hjá Wenger. Ég hef trú á að Mhikitaryan koma vel inn í Arsenal liðið og að leikur liðsins muni batna við þær breytingar sem eru fyrirsjáanlegar í janúarglugganum. Mér finnst þessi rembingur um hvort félagið hafi haft betur í þessum viðskiptum frekar óspennandi. Held að báðir klúbbar megi una vel við. Það þurfti að minnsta kosti að hrista mjög hressilega upp í liðinu hjá Arsenal. Ég fagna því mjög.

Einar Örn Jónsson, RÚV og stuðningsmaður Arsenal
Mér líst ágætlega á skiptin. Auðvitað væri ég helst til í að halda Alexis en fyrst það var orðið ljóst að hann ætlaði að fara á annað borð er sennilega fínt að það gerist núna frekar en ókeypis í sumar. Að fá Mkhitaryan í staðinn verður vonandi til góða. Hann hefur ekki beint verið ljóskeila stöðugleika hjá Manhcester en þeir sem muna eftir honum hjá Dortmund vita upp á hár hvað hann er fær um að gera.

Eins og stendur núna er Arsenal að "tapa" í skiptunum. Alexis hefur verið okkar besti leikmaður undanfarin ár á meðan Mkhitaryan hefur sýnt glefsur hér og þar. Að missa Alexis samt ekki ókeypis til skrattanna í Manchester er samt ákveðinn sigur líka.
Athugasemdir
banner
banner
banner