Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mán 22. janúar 2018 13:30
Magnús Már Einarsson
Hazard: Þurfum ekki að bæta við framherja
Hazard hefur engar áhyggjur.
Hazard hefur engar áhyggjur.
Mynd: Getty Images
Eden Hazard segir að Chelsea sé með nægilega marga og öfluga framherja. Hazard skoraði tvívegis í 4-0 sigri á Brighton um helgina en hann telur að Chelsea þurfi ekki að bæta við sóknarmanni.

Alvaro Morata og Michy Batshuayi hafa spilað frammi hjá Chelsea en í þessum mánuði hefur nánast nýr framherji verið orðaður við félagið á hverjum degi.

Edin Dzeko, Ashley Barnes, Andy Carroll og Peter Crouch eru á meðal framherja sem hafa verið orðaðir við Chelsea að undanförnu.

„Ég tel að við séum ánægðir með liðið sem við höfum. Þetta veltur á því hvernig þú vilt spila," sagði Hazard.

„Við erum með tvo mjög góða framherja í Alvaro og Michy. Ef þeir eru ekki tilbúnir að spila þá get ég spilað frammi svo ég tel að við þurfum ekki annan framherja."

„Fótbolti er einfaldur. Við þurfum að reyna að halda boltanum á jörðinni og spila eins og við gerðum gegn Brighton."

„Af því að við erum að klikka á færum þá segir fólk að við þurfum framherja. Við erum hins vegar að skora mörk, við erum með bestu framlínuna í deildinni og enginn getur sagt að við þurfum framherja."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner