Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 22. janúar 2018 15:15
Magnús Már Einarsson
Miðamál fyrir HM - Óvíst hvort allir fái miða gegn Argentínu
Líklegt að miðafjöldinn dugi gegn Nígeríu og Króatíu
Icelandair
Margir Íslendingar ætla til Rússlands.
Margir Íslendingar ætla til Rússlands.
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Klara Bjartmarz.
Klara Bjartmarz.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Umsóknarfrestur til að sækja um miða á leiki Íslands á HM í Rússlandi rennur út um mánaðarmótin. Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, hefur ekki fengið upplýsingar nýlega um það hversu margir Íslendingar hafa sótt um miða á leikina.

Reiknað er með að íslenskir stuðningsmenn fái um það bil 3200 miða á hvern leik. Ljóst er að langmestur áhugi er fyrir fyrsta leik Íslands, gegn Argentínu í Moskvu þann 16. júní. Einhverjir sem sækja um miða gætu þurft að bíta í það súra þar.

„Það er óljóst með Argentínu leikinn. Það gæti verið að eftirspurn sé meiri en framboð," sagði Klara en líklegt er að allir sem sækja um gegn Nígeríu og Króatíu fái miða.

„Miðað við þær upplýsingar sem ég hef þá ættu allir sem sækja um miða að fá leikina gegn Nígeríu og Króatíu svo framarlega sem það sé að sækja rétt um."

„Fyrir EM var fólk að reyna að vera fyndið og setja gælunöfn og ýmislegt umsóknir sínar sem varð til þess að það fékk höfnun. Ef það er ekkert svoleiðis í gangi þá reikna ég með að allir sem sækja um fái miða."

KSÍ óskaði eftir auknum miðafjölda frá FIFA á Argentínu leikinn en engin svör hafa borist um það hvort að það gangi upp. Á morgun er Klara á leið á fund með Norðurlandaþjóðunum þar sem miðamál verða meðal annars rædd.

„Eitt af því sem er til umræðu er undirbúningur fyrir HM og eitt af því sem ég reikna með að við ræðum mikið þar eru miðamál á HM," sagði Klara.

KSÍ hefur einnig reynt að ná í alla aukamiða sem mögulegt er að ná í.

„Ég reikna ekki með að við fáum mikið af aukamiðum. Allar þjóðir sem komust ekki á HM fá 10 miða á hvern leik. Við erum að reyna að skrapa saman öllum miðum hjá þeim sem við þekkjum í Evrópu. Ég athugaði Færeyingana hvort þeir ættu þá miða fyrir okkur en fyrstu miðarnir sem kláruðust hjá þeim voru miðarnir á Íslands leikina," sagði Klara en hún er á leið til Sviss þar sem dregið verður í Þjóðadeildina á miðvikudaginn.

Smelltu hér til að fara á miðasöluvef HM

Leikir Íslands á HM
16. júní Argentína - Ísland (Moskva)
22. júní Nígería - Ísland (Volgograd)
26. júní Ísland - Króatía (Rostov)

Sjá einnig:
Þetta eru vellirnir sem Ísland spilar á á HM
Athugasemdir
banner
banner
banner