mán 22. janúar 2018 12:59
Elvar Geir Magnússon
Redknapp: Liverpool þarf Van Dijk meira en Coutinho
Virgil van Dijk.
Virgil van Dijk.
Mynd: Getty Images
Liverpool þarf Virgil van Dijk meira en félagið þarf Philippe Coutinho og liðið gæti barist um enska meistaratitilinn á næsta tímabili. Þetta segir Jamie Redknapp, fyrrum leikmaður Liverpool.

„Þeir eru þegar með þrjá frábæra leikmenn sem eru fremstir; Roberto Firmino, Sadio Mane og Mohamed Salah. Þá hefur Alex Oxlade-Chamberlain náð sér aftur á skrið hjá liðinu. Það eru ekki vandamál í sóknarleiknum og liðið spilar mjög góðan fótbolta," segir Redknapp.

„Ég er ekki að segja að Coutinho verði ekki saknað. Hver myndi ekki sakna hans? Hann er snillingur. En félagið seldi Coutinho fyrir háar fjárhæðir og hefur fengið Virgil van Dijk - leikmenn sem þeir þurftu nauðsynlega. Þeir þurftu miðvörð meira en þeir þurftu á Coutinho að halda."

Redknapp segir að ef Van Dijk mun finna sig og verði leiðtogi í vörninni geti Liverpool komist á næsta þrep.

„Þeir gætu barist við Manchester City um meistaratitilinn á næsta tímabili," segir Redknapp sem bætir því við að næsta staða sem Jurgen Klopp þurfi að styrkja sé markmannsstaðan.
Athugasemdir
banner
banner