Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 22. janúar 2018 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Richarlison ósáttur með brottrekstur Silva
Mynd: Getty Images
Watford rak Marco Silva úr stjórastólnum í gær og réði Javi Gracia í hans stað. Gengi Watford hefur verið slakt eftir góða byrjun á tímabilinu og ákvað stjórn félagsins að bregðast skjótt við slæmu gengi.

Richarlison hefur verið einn af bestu mönnum félagsins á tímabilinu og var það einmitt Silva sem fékk hann til félagsins síðasta sumar.

Hann er ekki ánægður með brottrekstur Silva og hefur það ýtt undir orðróma þess efnis að hann sé á leið frá félaginu annað hvort í janúar eða næsta sumar.

Richarlison er tvítugur Brasilíumaður og hafa Arsenal og Chelsea verið orðuð við hann í janúarglugganum. Richarlison skoraði fimm og lagði sex upp á fyrri helming tímabilsins.

Hann er þó ekki ódýr því hann var keyptur fyrir rúmlega 11 milljónir punda og skrifaði undir samning til 2022.

Richarlison er ekki sérlega sleipur í ensku svo hann nýtti mátt Twitter og tjákna til að lýsa yfir óánægju vegna brottrekstursins.



Athugasemdir
banner
banner
banner