mán 22. janúar 2018 16:15
Magnús Már Einarsson
Sádi-Arabía kemur landsliðsmönnum sínum að hjá spænskum félögum
Salem Al Dawsari er nýr leikmaður Villarreal.
Salem Al Dawsari er nýr leikmaður Villarreal.
Mynd: Getty Images
Forráðamenn knattspyrnusambands Sádi-Arabíu vinna nú hörðum höndum að því að koma leikmönnum landsliðsins að hjá félagsliðum í Evrópu.

Fyrir nokkrum dögum var Mukhtar Ali eini landsliðsmaður Sádi-Arabíu hjá félagi í Evrópu en hann er á mála hjá Vitesse Arnhem.

Til að undirbúa leikmenn Sádi-Arabíu sem best fyrir HM í sumar þá er knattspyrnusambandið að leita allra leiða til að koma leikmönnum að hjá félögum í Evrópu.

Yfirvöld í Sádi-Arabíu náðu samkomulagi við spænska knattspyrnusambandið um að fá að senda leikmenn í spænsk félög.

Salem Al Dawsari gekk um helgina í raðir Villarreal, framherjinn Yahia Al-Shehri samdi við Leganes og Levante krækti í Fahad Al-Muwallad.

Fleiri félög í næstefstu deild á Spáni kræktu í leikmenn auk þess sem tveir unglingalandsliðsmenn sömdu við spænsk félög. Samtals fóru níu leikmenn frá Sádi-Arabíu til spænskra félaga um helgina.

Sádi-Arabía mætir Rússlandi í opnunarleik HM í sumar en auk þeirra eru Egyptaland og Úrúgvæ í A-riðli.

Athugasemdir
banner
banner
banner