Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 22. janúar 2018 09:20
Magnús Már Einarsson
Sanchez mættur í treyju Man Utd
Powerade
Alexis Sanchez er enn á ný í slúðrinu.  Nú fer að styttast í að hann klári skipti sín til United.
Alexis Sanchez er enn á ný í slúðrinu. Nú fer að styttast í að hann klári skipti sín til United.
Mynd: Getty Images
Dzeko er einn af framherjunum sem eru orðaðir við Chelsea.
Dzeko er einn af framherjunum sem eru orðaðir við Chelsea.
Mynd: Getty Images
Það er rúm vika eftir af félagaskiptaglugganum og nú af fersku slúðri í dag. Kíkjum á pakkann.



Alexis Sanchez hefur sést á ljósmynd í búningi Manchester United í fyrsta skipti. Sanchez gengur líklega í raðir félagsins í dag eða á morgun. (Metro)

Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að Sanchez hafi ákveðið að fara til United vegna peninga. (Telegraph)

Wenger segir að óvissan í kringum framtíð Sanchez hafi haft áhrif á liðsandann hjá Arsenal. (Guardian)

Mesut Özil (29) vill fá nýjan samning hjá Arsenal ef að félagið nær að landa Pierre-Emerick Aubameyang (28) og Henrikh Mkhitaryan (29) í þessum mánuði. (Sun)

Ivan Gazidis, framkvæmdastjóri Arsenal, sást í Þýskalandi þar sem hann er að reyna að ganga frá kaupum á Aubameyang. (Express)

Monchi, yfirmaður íþróttamála hjá Roma, útilokar ekki að bakvörðurinn Emerson Palmieri (23) og framherjann Edin Dzeko (31) fari til Chelsea. (Metro)

Rafael Benitez, stjóri Newastle, hefur sagt félaginu að hann ætli ekki að ræða framlengingu á samningi sínum fyrr en eftir félagaskiptagluggann í janúar. (Telegraph)

Chelsea gæti ennþá keypt Peter Crouch (36) þrátt fyrir að nýr Paul Lambert stjóri Stoke segir að hann sé ekki til sölu. (Independent)

Ashley Barnes (28) framherji Burnley, er nýjasti leikmaðurinn til að vera orðaður við Chelsea. (Sky Sports)

Manchester United þarf að hafa áhyggjur eftir að Kepa Arrizabalaga (23) markvörður Athletic Bilbao ákvað að ganga ekki í raðir Real Madrid. Real gæti reynt enn á ný að fá David De Gea (27) í kjölfarið. (Mirror)

Artro Vidal (30) segir að það sé ekki smuga að hann fari frá FC Bayern í janúar. Vidal hefur verið orðaður við Chelsea. (Goal)

Stoke hefur boðið 3,25 milljónir punda í Jack Harrison (21) kantmann New York City. (Mail)

Brian Marwood, yfirmaður akademíu Manchester City, er að skoða Boubakary Soumare (18) miðjumann Lille en hann hefur verið kallaður hinn nýi Paul Pogba. (Mail)

Manchester City gæti sent unga leikmenn til Bristol City á láni. (Mirror)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner