Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 22. janúar 2018 13:00
Magnús Már Einarsson
Senegalskur markvörður á leið til Víkings R. á reynslu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Senegalski markvörðurinn Serigne Mor Mbaye kemur til Víkings R. á reynslu á næstu dögum.

Hinn 22 ára gamli Serigne var síðast á mála hjá Kristiansund í norsku B-deildinni.

Árið 2016 æfði hann með Fylki um mitt sumar en gekk ekki í raðir félagsins. Hann hefur einnig verið á mála hjá KAS Eupen í Belgíu.

Róbert Örn Óskarsson, markvörður Víkings, hefur verið frá keppni í allan vetur og óvíst er hvenær hann verður klár í slaginn.

„Hann er meiddur og það er verið að fara yfir meiðslin. Mér skilst að við sjáum ekki stöðuna fyrr en seinni partinn í febrúar," sagði Heimir Gunnlagsson, varaformaður knattspyrnudeildar Víkings, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Víkingur fékk markvörðinn Trausta Sigurbjörnsson til liðs við sig frá Haukum á dögunum en hann hefur staðið vaktina í fyrstu leikjum í Reykjavíkurmótinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner