Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   mán 22. janúar 2018 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Viðar og félagar á toppnum - Ari og Elmar töpuðu
Viðar er næstmarkahæstur í ísraelsku deildinni.
Viðar er næstmarkahæstur í ísraelsku deildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þrjú Íslendingalið mættu til leiks í gær og var Maccabi Tel Aviv, sem Viðar Örn Kjartansson leikur fyrir, það eina sem bar sigur úr býtum.

Viðar var í byrjunarliðinu en komst ekki á blað í 3-1 sigri gegn Ashkelon. Maccabi er á toppi ísraelsku deildarinnar eftir sigurinn, með 41 stig eftir 19 leiki. Hapoel Beer Sheva er í öðru sæti, með jafn mörg stig og markatölu en færri mörk skoruð.

Maccabi Tel Aviv 3 - 1 Ashkelon
0-1 D. Gabay ('7)
1-1 O. Davidzada ('14)
2-1 B. Itzhaki ('65)
3-1 E. Atar ('87, víti)

Theódór Elmar Bjarnason lék allan leikinn fyrir Elazigspor í 2-1 tapi gegn Altinordu í tyrkneska boltanum. Elazigspor er um miðja deild, þremur stigum frá evrópubaráttunni.

Altinordu 2 - 1 Elazigspor
1-0 B. Alici ('1)
2-0 B. Alici ('65)
2-1 A. Ozturk ('84)

Þá var Ari Freyr Skúlason í liði Lokeren sem steinlá fyrir Gent í Belgíu. Lokeren er í neðri hluta deildarinnar, með 24 stig eftir 22 umferðir.

Gent 3 - 0 Lokeren
1-0 J. Filipovic ('45, sjálfsmark)
2-0 R. Yaremchuk ('63)
3-0 G. Chakvetadze ('86)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner