Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 22. janúar 2018 09:15
Ívan Guðjón Baldursson
Wenger: Launakröfur Alexis of háar
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger segir Alexis Sanchez hafa yfirgefið Arsenal fyrir peninga. Launakröfur hans hafi verið of háar fyrir félagið.

Wenger heldur því fram að Manchester City, eitt ríkasta félag í heimi, hafi dregið sig úr kapphlaupinu vegna launakrafa framherjans.

„Við gerðum allt sem við gátum en það var ekki nóg. Meira að segja Manchester City dró sig úr kapphlaupinu, það segir sitt um launakröfurnar," sagði Wenger.

„Ég skil aldrei hvers vegna einhver vill yfirgefa þetta félag, en eftir 30 ár á leikmannamarkaðinum þá lærir maður helling um mannfólk.

„Fyrir Alexis var þessi samningur afar mikilvægur. Þetta er mögulega síðasti samningur hans á ferlinum."


Talið er að Alexis muni fá 400 þúsund pund í vikulaun hjá Rauðu djöflunum og 15 milljónir beint í vasann fyrir að skrifa undir samninginn, sem rennur út sumarið 2022. Þetta mun gera hann að launahæsta leikmanni ensku deildarinnar.

Arsenal fær Henrikh Mkhitaryan í staðinn frá Man Utd og virðist vera að landa Pierre-Emerick Aubameyang frá Borussia Dortmund. Þeir voru liðsfélagar í þrjú ár hjá Dortmund og gerðu frábæra hluti saman.
Athugasemdir
banner
banner
banner