Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 22. febrúar 2018 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Batshuayi: Stuðningsmenn Atalanta gerðu apahljóð
Mynd: GettyImages
Michy Batshuayi hefur byrjað mjög vel hjá Borussia Dortmund og var í byrjunarliðinu er liðið náði 1-1 jafntefli á útivelli gegn Atalanta fyrr í kvöld.

Marcel Schmelzer jafnaði fyrir Dortmund á 83. mínútu og komust gestirnir þannig áfram í 16-liða úrslit Evrópudeildarinnar þökk sé 3-2 sigri í fyrri leiknum.

Batshuayi segist hafa orðið fyrir kynþáttaníð í leiknum gegn Atalanta og furðar sig á því að það séu ennþá til kynþáttafordómar árið 2018.

„Það er komið 2018 og samt er fólk að gera apahljóð uppi í stúku ... í alvöru?! Ég vona að þið skemmtið ykkur við að horfa á Evrópudeildina í sjónvarpinu héðan í frá fyrst við slógum ykkur út," skrifaði Batshuayi á Twitter.

Dortmund er talið meðal sigurstranglegustu liða Evrópudeildarinnar og verður dregið í 16-liða úrslit á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner