Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fim 22. febrúar 2018 11:00
Magnús Már Einarsson
Evans fær fyrirliðabandið aftur eftir leigubíla ævintýrið
Jonny Evans var einn af þeim sem stálu leigubíl.
Jonny Evans var einn af þeim sem stálu leigubíl.
Mynd: Getty Images
Jonny Evans fær fyrirliðabandið hjá WBA aftur fyrir leik liðsins gegn Huddersfield á laugardaginn samkvæmt frétt BBC.

Hinn þrítugi Evans var einn af fjórum leikmönnum sem stálu leigubíl í æfingaferð í Barcelona í síðustu viku. Evans, Gareth Barry, Boaz Myhill og Jake Livermore fóru með leigubíl á McDonald's klukkan 5:30 um morguninn og stálu síðan bílnum.

Þeir keyrðu heim á hótelið sem WBA dvaldi á þar sem lögregla gómaði þá tveimur tímum síðar.

Evans spilaði í 2-1 tapi gegn Southampton í enska bikarnum um síðustu helgi en Alan Pardew, stjóri WBA, ákvað þá að taka fyrirliðbandið af honum eftir atvikið í Barcelona.

Gareth McAuley var fyrrliði gegn Southampton en samkvæmt frétt BBC er Pardew búinn að ákveða að gera Evans að fyrirliða á nýjan leik fyrir helgi. WBA er í mjög vondum málum á botni ensku úrvalsdeildarinnar og þarf nauðsynlega á stigum að halda.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Man City 32 22 7 3 76 32 +44 73
2 Arsenal 32 22 5 5 75 26 +49 71
3 Liverpool 32 21 8 3 72 31 +41 71
4 Aston Villa 33 19 6 8 68 49 +19 63
5 Tottenham 32 18 6 8 65 49 +16 60
6 Newcastle 32 15 5 12 69 52 +17 50
7 Man Utd 32 15 5 12 47 48 -1 50
8 West Ham 33 13 9 11 52 58 -6 48
9 Chelsea 31 13 8 10 61 52 +9 47
10 Brighton 32 11 11 10 52 50 +2 44
11 Wolves 32 12 7 13 46 51 -5 43
12 Fulham 33 12 6 15 49 51 -2 42
13 Bournemouth 32 11 9 12 47 57 -10 42
14 Crystal Palace 32 8 9 15 37 54 -17 33
15 Brentford 33 8 8 17 47 58 -11 32
16 Everton 32 9 8 15 32 48 -16 27
17 Nott. Forest 33 7 9 17 42 58 -16 26
18 Luton 33 6 7 20 46 70 -24 25
19 Burnley 33 4 8 21 33 68 -35 20
20 Sheffield Utd 32 3 7 22 30 84 -54 16
Athugasemdir
banner
banner
banner