Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 22. febrúar 2018 20:10
Ívan Guðjón Baldursson
Evrópudeildin: Napoli úr leik þrátt fyrir sigur í Þýskalandi
Mynd: Getty Images
Napoli er dottið úr Evrópudeildinni þrátt fyrir 2-0 sigur á útivelli gegn RB Leipzig. Napoli tapaði fyrri leiknum 3-1 á heimavelli og kemst þýska liðið því áfram á útivallarmörkum.

Napoli tefldi fram hálfgerðu varaliði í fyrri leik liðanna og var Maurizio Sarri, þjálfari Napoli, gagnrýndur harkalega fyrir liðsvalið.

Hann reyndi að bæta upp fyrir það með að mæta til leiks með sitt sterkasta lið í dag en það dugði ekki til.

Mario Balotelli og félagar í Nice eru dottnir úr leik eftir tap gegn Lokomotiv Moskvu og eru lærisveinar Brendan Rodgers í Celtic úr leik eftir 3-0 tap gegn Zenit í Rússlandi.

Lyon sló Villarreal úr leik, Viktoria Plzen er komið í 16-liða úrslitin ásamt Dynamo Kiev sem komst áfram gegn AEK frá Aþenu á útivallarmörkum.

Lazio tapaði 1-0 ytra fyrir Steaua Bucharest en vann heimaleikinn 5-1 í kvöld. Þá er Sporting frá Portúgal komið áfram eftir 3-3 jafntefli á heimavelli við FC Astana frá Kasakstan.

Lokomotiv 1 - 0 Nice 4-2 samanlagt
1-0 Igor Denisov ('30 )

Dynamo K. 0 - 0 AEK 1-1 samanlagt

Zenit 3 - 0 Celtic 3-1 samanlagt
1-0 Branislav Ivanovic ('8 )
2-0 Daler Kuzyaev ('27 )
3-0 Aleksandr Kokorin ('61 )

RB Leipzig 0 - 2 Napoli 3-3 samanlagt
0-1 Piotr Zielinski ('33 )
0-2 Lorenzo Insigne ('86)

Villarreal 0 - 1 Lyon 1-4 samanlagt
0-1 Bertrand Traore ('85 )
Rautt spjald:Jaume Costa, Villarreal ('79)

Plzen 2 - 0 Partizan 3-1 samanlagt
1-0 Michal Krmencik ('67 )
2-0 A. Cermak ('94 )

Lazio 5 - 1 Steaua 5-2 samanlagt
1-0 Ciro Immobile ('7 )
2-0 Bastos ('35 )
3-0 Ciro Immobile ('43 )
4-0 Felipe Anderson ('51 )
5-0 Ciro Immobile ('71 )
5-1 Harlem-Eddy Gnohere ('82 )

Sporting 3 - 3 Astana 6-4 samanlagt
1-0 Bas Dost ('3 )
1-1 Marin Tomasov ('37 )
2-1 Bruno Fernandes ('53 )
3-1 Bruno Fernandes ('63 )
3-2 Patrick Twumasi ('80 )
3-3 D. Shomko ('94 )

Atletico Madrid 1 - 0 FC Kobenhavn 5-1 samanlagt
1-0 Kevin Gameiro ('7 )
Athugasemdir
banner