Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fim 22. febrúar 2018 11:11
Magnús Már Einarsson
KSÍ hvetur miðaumsækjendur að fylgjast vel með tölvupóstinum
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eins og Fótbolti.net greindi frá í gær er FIFA byrjað að úthluta miðum til stuðningsmanna fyrir HM í sumar.

Tæplega 53 þúsund umsóknir bárust frá Íslandi og ljóst er að einhverjir stuðningsmenn fá höfnun á sína umsókn.

Fjöldi spurninga hafa borist KSÍ varðandi greiðslur á miðum á HM í Rússlandi en þetta kemr fram á heimasíðu sambandsins í dag.

Sumir miðaumsækjendur eru að lenda í því að FIFA tekst ekki að skuldfæra á það kreditkort sem skráð er í miðaumsókninni.

„Við höfum nú fengið þær upplýsingar frá FIFA að þeir miðaumsækjendur sem hafa lent í þessu munu fljótlega fá tölvupóst með frekari leiðbeiningum varðandi greiðslu," segir á heimasíðu FIFA.

„KSÍ hvetur því fólk að fylgjast vel með, einnig með ruslpóstinum, og jafnframt má búast við því að FIFA haldi áfram að reyna að skuldfæra á það kreditkort sem skráð er í umsókninni."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner