Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 22. febrúar 2018 17:00
Magnús Már Einarsson
Líklegt að Fernando Torres fari frá Atletico Madrid í sumar
Bæ bæ!
Bæ bæ!
Mynd: Getty Images
Afar líklegt er að framherjinn Fernando Torres fari frá Atletico Madrid í sumar þegar samningur hans rennur út.

Hinn 33 ára gamli Torres hefur skorað fimm mörk í 27 leikjum í öllum keppnum í vetur en hann hefur einungis verið tvisvar í byrjunarliði í spænsku úrvalsdeildinni.

Kaup Atletico á Diego Costa í janúar bæta ekki stöðuna fyrir Torres en hann er einnig að berjast við Antoine Griezmann og Kevin Gameiro um sæti í liðinu.

Diego Simeone, þjálfari Atletico, var spurður að því í vikunni hvort hann ætli að reyna að sannfæra Torres um að gera nýjan samning og svar hans var einfalt: „Nei."

Torres ólst upp hjá Atletico Madrid en hann hefur einnig leikið með Liverpool, Chelsea og AC Milan á ferli sínum.
Athugasemdir
banner
banner