Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 22. febrúar 2018 21:04
Ívan Guðjón Baldursson
Reykjavíkurmótið: Valur meistari eftir góðan sigur
Málfríður Erna Sigurðardóttir tekur á móti verðlaunum Vals í kvöld ásamt dætrum sínum.
Málfríður Erna Sigurðardóttir tekur á móti verðlaunum Vals í kvöld ásamt dætrum sínum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KR 1 - 3 Valur
0-1 Hallbera Guðný Gísladóttir ('36)
1-1 Mónika Hlíf Sigurhjartardóttir ('42)
1-2 Hallgerður Kristjánsdóttir ('70)
1-3 Ragna Guðrún Guðmundsdóttir ('87)

Valur varð Reykjavíkurmeistari kvenna er liðið hafði betur gegn KR í Egilshöllinni í kvöld.

Valur byrjaði betur og skoraði Hallbera Guðný Gísladóttir fyrsta mark leiksins eftir fyrirgjöf frá Evu Maríu Jónsdóttur á 36. mínútu.

KR tók að sækja eftir markið og jafnaði Mónika Hlíf Sigurhjartardóttir eftir atgang í vítateig Vals í kjölfar hornspyrnu.

KR byrjaði síðari hálfleikinn vel en Valskonur tóku stjórnina eftir um stundarfjórðung og skoraði Hallgerður Kristjánsdóttir með skalla eftir góða hornspyrnu frá Hallberu.

Bæði lið fengu fín færi en það var Ragna Guðrún Guðmundsdóttir sem innsiglaði sigur Vals með skoti fyrir utan teig undir lokin.
Athugasemdir
banner
banner