Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fim 22. febrúar 2018 22:45
Ívan Guðjón Baldursson
Wilshere: Vanmátum þá kannski
Mynd: Getty Images
Jack Wilshere var fyrirliði er Arsenal tapaði 2-1 á heimavelli fyrir Östersund í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

Arsenal komst þó áfram þar sem liðið vann 3-0 í Svíþjóð. Wilshere er ekki sáttur með frammistöðu liðsins og á Arsene Wenger enn eftir að fara í viðtal.

„Við vorum langt frá því að vera nógu góðir í kvöld. Það eina jákvæða við þennan leik er að við erum komnir áfram," sagði Wilshere við BT Sport að leikslokum.

„Á morgun komumst við að því hverjum við mætum næst. Svo leggjum við alla einbeitingu í úrslitaleikinn gegn Man City á sunnudaginn."

Wilshere var spurður hvort Arsenal hafi vanmetið Svíana eftir þægilegan sigur í fyrri leiknum.

„Kannski vanmátum við þá aðeins, enda þremur mörkum yfir. Við vorum ekki nógu góðir og verðum að læra af þessu."
Athugasemdir
banner
banner
banner