Real Madrid sýnir Mac Allister áhuga - Greenwood eftirsóttur - Mourinho til Tyrklands? - Slot vill fá Silva
   fim 22. febrúar 2024 16:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Stara Pazova
Líklegt byrjunarlið Íslands - Sveindís Jane mætt aftur
Icelandair
Sveindís Jane Jónsdóttir.
Sveindís Jane Jónsdóttir.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Telma kemur líklega inn í markið fyrir Fanneyju sem er meidd.
Telma kemur líklega inn í markið fyrir Fanneyju sem er meidd.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Það eru allir leikmenn Íslands klárir í slaginn fyrir leikinn gegn Serbíu í umspilinu í Þjóðadeildinni á morgun, nema Guðný Árnadóttir sem er aðeins tæp.

Sveindís Jane Jónsdóttir er mætt aftur í hópinn og hún er í líklegu byrjunarliði fyrir morgundaginn að mati Fótbolta.net. Sveindís er byrjuð að spila aftur með Wolfsburg og verður spennandi að sjá hana aftur í bláu.



Við spáum því að Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, muni halda sig við svipað byrjunarlið og í sigurleiknum gegn Danmörku í desember síðastliðnum. Það var afar vel uppsettur leikur sem endaði með 0-1 sigri Íslands.

Frá þeim leik þarf hann hins vegar að gera tvær breytingar að minnsta kosti. Fanney Inga Birkisdóttir, sem átti draumaleik þar, er meidd og spáum við því að Telma Ívarsdóttir komi inn í liðið í hennar stað. Agla María Albertsdóttir er þá ekki með af persónulegum ástæðum og giskum við á að Sveindís komi inn í liðið fyrir hana.

Þá spáum við því að Ingibjörg Sigurðardóttir komi inn í liðið fyrir Guðnýju Árnadóttur og Guðrún Arnardóttir muni þá færast í hægri bakvörðinn. Möguleiki er líka á því að Ingibjörg muni þá spila í hægri bakverðinum ef þessi breyting verður.

Leikur Íslands og Serbíu hefst klukkan 15:00 að íslenskum tíma á morgun og verður hann auðvitað í beinni textalýsingu hér á Fótbolta.net.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner