Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 22. mars 2014 17:50
Ívan Guðjón Baldursson
Lengjubikarinn: Garðar bjargaði stigi fyrir ÍA
Alexander Aron skoraði mark Mosfellsbæinga
Alexander Aron skoraði mark Mosfellsbæinga
Mynd: Eyjólfur Garðarsson
ÍA 1 - 1 Afturelding
0-1 Alexander Aron Davorsson ('22, víti)
1-1 Garðar Gunnlaugsson ('88)

ÍA og Afturelding gerðu jafntefli í riðli 1 í A-deild Lengjubikarsins. Leikið var í Akraneshöllinni.

Alexander Aron Davorsson skoraði fyrsta mark leiksins um miðjan fyrri hálfleik úr vítaspyrnu.

Heimamönnum tókst ekki að jafna fyrr en undir lok leiksins þegar Garðari Gunnlaugssyni tókst að bjarga stigi fyrir ÍA.

ÍA er í 5. sæti riðilsins, með átta stig úr fimm leikjum. Afturelding er í næstneðsta sæti með fjögur stig úr sex leikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner