Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 22. mars 2017 17:00
Magnús Már Einarsson
Brynjar Björn: Raggi er fullur af sjálfstrausti
Icelandair
Ragnar Sigurðsson.
Ragnar Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brynjar Björn Gunnarsson, fyrrum landsliðsmaður, hefur ekki miklar áhyggjur af því að Ragnar Sigurðsson sé í lítilli leikæfingu fyrir leik Íslands og Kosóvó í undankeppni HM á föstudag. Ragnar hefur einungis komið við sögu í tveimur leikjum hjá Fulham á þessu ári og meira en mánuður er síðan hann spilaði síðast.

„Raggi er fullur af sjálfstrausti. Það er hans eiginleiki,“ sagði Brynjar í sjónvarpsþætti Fótbolta.net aðspurður út í leikæfinguna hjá Ragnari í augnablikinu.

„Menn fara inn í ákveðin hlutverk þegar þeir koma í landsliðinu. Auðvitað skiptir þetta máli upp á sjálfstraust og leikæfingu en ef að við hefðum í gegnum árin alltaf valið landslið bara með mönnum sem spila alla leiki hjá sínu félagsliði þá myndum við sennilega ekki spila neina landsleiki,“ sagði Brynjar Björn léttur.

„Það er nauðsynlegt fyrir Ragga að spila þennan leik. Hann hefur ekki verið að spila með sínu liði og ég held að hann brenni af þrá og orku í að spila þennan leik,“ sagði Kristján Guðmundsson í þættinum.

„Hann hefur alltaf performað með landsliðinu og ég hef trú á að hann geri það áfram núna,“ sagði Tómas Þór Þórðarson í þættinum.

Hér að neðan má sjá umræðuna í heild sinni.

Sjá einnig:
Sjónvarpið: Hvernig á byrjunarliðið að vera gegn Kosóvó?
Sjónvarpið: „Væri Viðar í landsliðinu núna ef Lars væri þjálfari?“

Sjónvarpið: „Auðveldara að setja menn inn á vængina og fram"
Raggi um stöðu sína hjá Fulham: Frekar leiðinlegt heldur en erfitt
Sjónvarpið: Hvernig á byrjunarliðið að vera gegn Kosóvó?
Athugasemdir
banner