mið 22. mars 2017 16:15
Magnús Már Einarsson
Ferguson vill að Man Utd einbeiti sér að Evrópudeildinni
Sir Alex Ferguson.
Sir Alex Ferguson.
Mynd: Getty Images
Sir Alex Ferguson, fyrrum stjóri Manchester United, segir að liðið eigi að setja mesta einbeitingu á að vinna Evrópudeildina.

Manchester United er í fimmta sæti í ensku úrvalsdeildinni, fjórum stigum á eftir Liverpool. United á hins vegar tvo leiki til góða í baráttunni um topp fjóra og Meistaradeildarsæti.

Sigur í Evrópudeildinni gefur einnig Meistaradeildarsæti og Ferguson segir að einbeiting United eigi að vera þar. United mætir Anderlecht í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar á næstu vikum.

„Við höfum aldrei unnið Evrópudeildina. Við unnum aldrei Evrópukeppni félagsliða eins og hún var á sínum tíma," sagði Ferguson.

„Við fengum frábæran drátt. Ég er ekki að segja að þetta sé klár sigur en við eigum frábæra möguleika. Þetta er Evrópubikar og ef þú vinnur þá ferðu í Meistaradeildina. Það gerir hvatninguna ennþá meiri."
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner