Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 22. mars 2017 17:30
Magnús Már Einarsson
Gylfi núna orðaður við West Ham
Gylfi er stoðsendingahæstur í ensku úrvalsdeildinni.
Gylfi er stoðsendingahæstur í ensku úrvalsdeildinni.
Mynd: Getty Images
Daily Mirror segir að West Ham ætli að reyna að krækja í Gylfa Þór Sigurðsson frá Swansea í sumar.

Gylfi hefur verið orðaður við mörg félög eftir góða frammistöðu sína með Swansea í vetur. Undanfarnar vikur hefur hann meðal annars verið sterklega orðaður við Everton.

Mirror segir að West Ham hafi viljað fá Gylfa til að fylla skarð Dimitri Payet í janúar en Swansea hafi ekki viljað selja þá.

Gylfi er sjálfur mjög rólegur yfir sögusögnunum eins og hann sagði í viðtali við Fótbolta.net í dag.

„Það er búið að nefna mikið af liðum til sögunnar en ég er mjög ánægður hjá Swansea þó að við séum í erfiðri stöðu í deildinni. Við erum með fínan þjálfara sem er að gera fína hluti. Ég er ekkert að æsa mig yfir þessu," sagði Gylfi í viðtalinu sem má sjá hér að neðan.
Gylfi um slúðrið: Er ekkert að æsa mig
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner