Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
   mið 22. mars 2017 10:48
Elvar Geir Magnússon
Parma
Gylfi um slúðrið: Er ekkert að æsa mig
Icelandair
Gylfi á æfingu með íslenska landsliðinu í Parma í dag.
Gylfi á æfingu með íslenska landsliðinu í Parma í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi Þór Sigurðsson hefur verið orðaður við mörg félög eftir frábæra frammistöðu sína með Swansea undanfarnar vikur. Hann segir það lítið trufla sig.

„Þetta hefur vanist nokkuð vel. Maður er lítið að spá í þessu. Það hefur gengið vel og þá byrja svona sögusagnir," sagði Gylfi við Fótbolta.net í dag.

„Það er búið að nefna mikið af liðum til sögunnar en ég er mjög ánægður hjá Swansea þó að við séum í erfiðri stöðu í deildinni. Við erum með fínan þjálfara sem er að gera fína hluti. Ég er ekkert að æsa mig yfir þessu."

Paul Clement, fyrrum aðstoðarstjóri Chelsea, Real Madrid og Bayern, tók við Swansea í janúar og undir stjórn hans hefur liðið komið sér úr fallsæti.

„Hann er mjög góður þjálfari. Þú sérð af hverju hann er búinn að vera hjá þessum stóru klúbbum. Hann er skipulagður og með mjög góðar æfingar. Hann er með góða reynslu af stórum leikjum og stórum leikmönnum sem hann hefur þurft að eiga við í gegnum tíðina. Hann er helsta ástæða þess að við erum ekki lengur í neðsta sætinu."

„Skipulagið varnarlega hefur breyst. Hann vill að við spilum góðan varnarleik og með því kemur sjálfstraust og góður sóknarleikur. Llorente er farinn að skora og það hjálpar líka."


Gylfi er að undirbúa sig undir leikinn mikilvæga með íslenska landsliðinu gegn Kosóvó á föstudaginn. „Þetta verður erfiður leikur. Þeir eru með nýtt lið og eru með fína leikmenn sem spila hér og þar. Þeir eru fínir í fótbolta, sérstaklega í skyndisóknum þar sem þeir eru með flinka leikmenn fram á við. Þetta verður hörkuleikur," sagði Gylfi.

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.

Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir
banner
banner
banner