Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 22. mars 2017 18:30
Magnús Már Einarsson
McClean spilar í treyju fimm til minningar um vin sinn
James McClean.
James McClean.
Mynd: Getty Images
James McClean ætlar að leika í treyju númer fimm þegar írska landsliðið mætir Wales á föstudaginn.

Það gerir hann til minningar um vin sinn Ryan Mcbride sem lést um síðustu helgi. Hinn 27 ára gamli McBride var fyrirliði Derry City á Írlandi en hann fannst látinn á heimili sínu.

Richard Keogh, fyrrum varnarmaður Víkings, er vanalega númer fimm í liði Íra en hann hefur samþykkt að leyfa McClean að spila í treyju númer fimm gegn Wales.

McClean fær frí á æfingu írska liðsins á morgun til að fara í jarðarför McBride.

McClean á ekki fast sæti í liði WBA en þrátt fyrir það er talið að hann muni spila með Írum í leiknum á föstudag.
Athugasemdir
banner
banner