Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   mið 22. mars 2017 12:30
Hafliði Breiðfjörð
Parma
Sverrir Ingi: Verð ekki svekktur ef ég byrja ekki
Icelandair
Sverrir Ingi a æfingu íslenska landsliðsins í dag.
Sverrir Ingi a æfingu íslenska landsliðsins í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er búið að vera mjög fínt hérna í Parma. Við tókum seinnipartsæfingu þegar við komum og svo var taktísk æfing í gær. Við erum allir komnir á sömu blaðsíðu fyrir leikinn," sagði Sverrir Ingi Ingason miðvörður íslenska landsliðsins við Fótbolta.net í Parma á Ítalíu í morgun.

Þar æfir íslenska landsliðið sig fyrir leikinn gegn Kosovo í undankeppni HM 2018 á föstudaginn en leikið verður í Albaníu. Íslenska liðið fékk fyrirlestur hjá Arnari Bill Gunnarssyni fræðslustjóra KSÍ í gær en hann tók út lið Kosovo fyrir Ísland.

„,Við tókum fund í gær og þetta er hörkulið sem við erum að fara að mæta. Þetta eru leikmenn sem eru að spila í góðum deildum með góðum liðum í Evrópu og hafa verið að gera vel. Þó þeir hafi ekki fengið mörg stig þá hafa þeir verið að gefa þessum liðum leiki, og þá sérstaklega Tyrklandi þar sem það var 0-0 í hálfleik og þeir fengu dauðafæri rétt fyrir hálfleik og hefðu getað komist yfir. Við þurfum að eiga toppleik til að ná að klára þá."

Sverrir Ingi hefur verið að spila mjög vel með spænska félaginu Granada að undanförnu á meðan Kári Árnason og Ragnar Sigurðsson miðverðir Íslands hafa lítið spilað að undanförnu. En verður Sverrir Ingi svekktur ef hann byrjar ekki á föstudaginn?

„Nei, það verð ég ekki. Þetta landslið er búið að sýna það undanfarin ár að allir leikmennirnir hafa spilað frábærlega og við höfum spilað mikið á sama liðinu. Núna er kominn nýr hópur og mikið um meiðsli en það kemur bara maður í manns stað. Þessir leikmenn sem hafa spilað síðustu leiki hafa verðskuldað það. Við höfum verið að gera vel fyrir utan leikinn í Króatíu þar sem við vorum að spila við sterkan mótherja. Ég verð alls ekki svekktur, ég er ungur leikmaður, 23 ára og veit að mitt tækifæri mun koma í landsliðinu með tímanum. En ef Heimir vill nota mig verð ég klár og mun gera mitt besta."

Nánar er rætt við Sverri Inga í sjónvarpinu hér að ofan.

Fótbolti.net er með öflugt teymi í Hollandi og er hægt að fylgjast með öllu bak við tjöldin á Snapchat (Fotboltinet), á Instagram og öðrum samskiptamiðlum okkar.

Leikir Íslands á EM:
Ísland 0-1 Frakkland
Ísland 1-2 Sviss
Ísland 0-3 Austurríki
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner