Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 22. mars 2018 13:28
Magnús Már Einarsson
Bale skráði sig í sögubækurnar í fyrsta leik undir stjórn Giggs
Bale skoraði þrennu í dag og er nú orðinn markahæstur í sögu Wales.
Bale skoraði þrennu í dag og er nú orðinn markahæstur í sögu Wales.
Mynd: Getty Images
Kína 0 - 6 Wales
0-1 Gareth Bale ('3)
0-2 Gareth Bale ('21)
0-3 Sam Vokes ('38)
0-4 Harry Wilson ('45)
0-5 Sam Vokes ('58)
0-6 Gareth Bale ('62)

Wales burstaði Kína 6-0 í vináttuleik í dag en þetta var fyrsti leikur liðsins undir stjórn Ryan Giggs.

Gareth Bale var í miklu stuði en hann skoraði þrennu og er nú orðinn markahæstur í sögu landsliðs Wales. Bale hefur skorað 29 mörk, marki meira en Ian Rush gerði á sínum tíma.

Sam Vokes, framherji Burnley, skoraði tvö mörk og Harry Wilson leikmaður Liverpool skoraði fyrsta landsliðsmark sitt.

Walesverjar fóru alla leið í undanúrslit á EM í Frakklandi en þeir verða ekki meðal þátttökuþjóða á HM í sumar.
Athugasemdir
banner