Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   fim 22. mars 2018 11:30
Elvar Geir Magnússon
Santa Clara
Björn Bergmann: Veit ekki hvort ég gæti þetta án Ragga og Sverris
Icelandair
Björn Bergmann lék sex af tíu leikjum Íslands í undankeppni HM. Hér er hann á æfingu Íslands í gær.
Björn Bergmann lék sex af tíu leikjum Íslands í undankeppni HM. Hér er hann á æfingu Íslands í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Það sem maður er að hugsa um núna eru þessir tveir leikir, maður vill standa sig og vera vonandi með á HM. Það er gaman að hitta strákana og vera allir saman," segir sóknarmaðurinn Björn Bergmann Sigurðarson.

Björn ræddi við Fótbolta.net á æfingu Íslands í Kaliforníu þar sem leikið verður gegn Mexíkó í vináttulandsleik á föstudagskvöld, leikurinn verður klukkan 2 að íslenskum tíma aðfaranótt laugardags.

Björn Bergmann færði sig um set í janúarglugganum síðasta, yfirgaf Molde og gekk í raðir Rostov í Rússlandi. Þar spilar hann með tveimur öðrum íslenskum landsliðsmönnum; Ragnari Sigurðssyni og Sverri Inga Ingasyni.

„Það hefur verið mjög gaman síðan ég kom þangað. Það hefur hjálpað mikið að hafa Ragnar og Sverri. Ég veit ekki hvort ég gæti þetta án þeirra!"

Björn er hæstánægður innan vallar sem utan og segir að það hafi gert sér gott að komast í sterkari deild og er ánægður með hvernig sér hefur gengið persónulega í fyrstu leikjunum í Rússlandi.

Hann telur að Rússarnir muni skila góðu heimsmeistaramóti í sumar.

„Miðað við það sem ég hef séð hingað til þá verður þetta geggjað. Þetta er risastórt. Þeir vilja allt fyrir mann gera. Tungumálið gæti reynst Íslendingum erfitt, það er enginn sem talar góða ensku þarna. Við erum alltaf með túlk með okkur og svo er Raggi orðinn frekar góður í rússneskunni."

Viðtalið er í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner