Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 22. mars 2018 13:38
Magnús Már Einarsson
Freysi: Fagna því að Harpa sé all in
Icelandair
Harpa Þorsteinsdóttir og Freyr Alexandersson.
Harpa Þorsteinsdóttir og Freyr Alexandersson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigríður Lára Garðarsdóttir.
Sigríður Lára Garðarsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna, er mjög ánægður með að Harpa Þorsteinsdóttir hafi ákveðið að halda áfram í fótbolta og gefa kost á sér í íslenska landsliðið.

Harpa var markahæst í undankeppni EM og tók þátt í lokamótinu í Hollandi síðastliðið sumar, nokkrum mánuðum eftir barnsburð. Hún hefur hins vegar ekki verið í landsliðshópnum síðan á EM í fyrra.

„Ég fagna því að Harpa hefur ákveðið að taka slaginn áfram með landsliðinu og Stjörnunni. Hún var ekki viss hvað hún ætlaði að gera þegar ég talaði við hana í haust," sagði Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari kvenna við Fótbolta.net í dag.

„Hún er all in. Ég fagna því. Harpa hefur ekki bara skorað mörk fyrir okkur heldur hefur hun ákveðna eiginleika sem við höfum saknað gríðarlega. Það er enginn sóknarmaður á Íslandi sem getur passað boltann jafn vel og Harpa."

Sísí og Elín Metta klárar
Sigríður Lára Garðarsdóttir, miðjumaður ÍBV, eftir að hafa greinst með liðagigt og Elín Metta Jensen er klár eftir nokkra mánaða fjarveru vegna meiðsla.

„Sigríður Lára er búin að ná góðum tökum á þessum veikindum. Hún er búin að spila vel og ég fagna því að fá hana aftur," sagði Freyr.

„Elín Metta hefur verið frá síðan í nóvember en hún er komin á fulla ferð. Hún er að fara að spila um helgina með Val en hún hefur ekkert spilað síðan í æfinagleikjum fyrir jól. Ef Elín Metta er í góðu standi þá hefur hún sýnt það að hún mun styrkja liðið og ég tek hana inn í hópinn á þeim verðleikum."

Vörnin góð en sóknin ekki
Berglind Björg Þorvaldsdóttir er ekki í hópnum en hún er nýkomin aftur í Breiðablik eftir erfiða dvöl hjá Hellas Verona á Ítalíu.

„Hún var ekki í sínu besta standi í Portúgal bæði andlega og líkamlega. Hún þarf meiri tíma til að komast í tuttugu manna hóp hjá íslenska landsliðinu," sagði Freyr.

Ísland vann Danmörku í leik um 9. sætið á Algarve mótinu fyrr í mánuðinum.

„Varnarlega var frammistaðan á hæsta gæðaflokki. Sóknarlega var frammistaðan oft á tíðum ekki góð. Það komu kaflar sem voru ekki í lagi en heilt yfir var þetta ekki gott," sagði Freyr á fréttamannafundi í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner