fim 22. mars 2018 10:15
Magnús Már Einarsson
Manchester United ákveður að stofna kvennalið
Manchester United hefur einungis verið með karlalið.
Manchester United hefur einungis verið með karlalið.
Mynd: Getty Images
Manchester United hefur ákveðið að stofna atvinnumannalið í kvennaflokki. Manchester United hefur verið með yngri flokka kvenna en ekki meistaraflokk.

Meistaraflokksliðið verður stofnað fyrir næsta tímabil og mun þá byrja að spila í ensku B-deildinni.

Reiknað er með að liðið spili og æfi á Cliff æfingasvæðinu í Salford.

United hefur fengið talsverða gagnrýni á Englandi fyrir að tefla ekki fram kvennaliði á meðan Manchester City, Arsenal, Chelsea og Liverpool eru öll með kvennalið í toppbaráttunni á Englandi.

Phil Neville, landsliðsþjálfari kvenna, talaði um málið í janúar og sagðist ætla að ræða við United um að stofna meistaraflokk kvenna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner