Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
Finnst línan vera óskýr - „Þeir máttu það í dag“
Alltaf skemmtilegustu leikirnir - „Ég er með eitraða hægri löpp"
Hinrik Harðar: Mikil ábyrgð að vera kominn í ÍA
Rúnar Páll: Það er það sem Fylkir gengur út á
Jón Þór: Vil byrja mótið 1. mars
Amanda: Markmiðið er að fara aftur út en fókusinn er á Val
Jóhann Kristinn: Mér fannst við ekki komast yfir spennuna
Haddi: Meira svekktur með frammistöðuna en að hafa fengið á okkur mark
Pétur: Allt öðruvísi en gegn Víkingum
Fyrirliðinn ánægður með fyrsta sigurinn - „Þvílíkur bónus að koma marki inn í lokin"
   fim 22. mars 2018 10:00
Hafliði Breiðfjörð
Santa Clara
Raggi Sig: Ég tala rússnesku við Rússana
Icelandair
Raggi mætir á æfingu landsliðsins í San Jose í gær.
Raggi mætir á æfingu landsliðsins í San Jose í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum hérna í fínum aðstæðum og á fínu hóteli," sagði Ragnar Sigurðsson miðvörður íslenska landsliðsins á æfingu í vikunni en liðið er statt í Bandaríkjunum þar sem þeir æta Mexíkó í vináttuleik í Santa Clara á föstuag og Perú í New Jersey á þriðjudaginn.

Raggi Sig:

„Ég held að þetta sé fyrsta verkefnið mitt í Bandaríkjunum og það er gaman að prófa það," sagði Raggi. „Við erum búnir að heyra að það verði allt pakkað í áhorfendastúkunni og það er alltaf skemmtilegra þegar það er mikið af áhorfendum."

Liðið byrjaði fyrstu dagana í Bandaríkjunum á þéttri dagskrá þar sem leikmenn fóru í auglýsingatökur, ljósmyndatökur til klæðskera og fleira.

„Þetta var svolítið mikið en þetta var vel skipulagt og þó það hafi verið mikið að gera þá tók það ekkert mikinn tíma. Þetta er öðruvísi en það er bara gaman af því."

Ragnar spilar með Rostov í rússnesku deildinni í þriggja miðvarða kerfi.

„Það er svolítið skrítið," sagði Ragnar spurður út í að spila það kerfi. „Ég gerði þetta í fyrsta skipti hjá Rubin og flest lið í Rússlandi gera þetta líka. Þetta er fínt kerfi ef menn vita hvað þeir eru að gera. En ef eitthvað smá fer úrskeiðis þá finnst mér þetta götótt kerfi. Við erum samt búnir að vera að gera þetta ágætlega."

Ásamt Ragnari leika þeir Sverrir Ingi Ingason og Björn Bergmann Sigurðarson með Rostov en er það ekki skemmtilegra en þegar hann var einn í Rubin Kazan?

„Jú það er klárlega öðruvísi og gerir heilmikið fyrir mann að vera með tvo stráka með sér sem tala sama tungumál. Maður fattar það ekki fyrr en maður lendir í því en þetta er búið að vera frábært," sagði Raggi en talar hann íslensku við Sverri í vörninni?

„Sverrir er svolítið að tala spænsku eftir að hann var þar, svo tala ég rússnesku við Rússana svo þetta blandast svolítið en við reynum að halda okkur við íslenskuna."
Athugasemdir
banner
banner