fim 22. mars 2018 12:30
Magnús Már Einarsson
Stúkan á Valbjarnarvelli rifin
Frá Valbjarnarvelli.
Frá Valbjarnarvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Verið er að rífa stúkuna á hinum sögufræga Valbjarnarvelli en framkvæmdir eru framundan þar.

Þróttarar spiluðu heimaleiki sína á Valbjarnarvelli um árabil og komust upp í Pepsi-deild karla þegar þeir spiluðu þar árið 2015. Síðan þá hefur liðið spilað á gervigrasvelli sínum.

Þróttarar fá stærra æfingasvæði á Valbjarnarvelli eftir að stúkan verður rifin en ekki er gert ráð fyrir áhorfendaaðstöðu þar.

„„Það er verið að rífa stúkuna og gömlu steypustæðin sem eru þarna, mannvirkin voru dæmd ónýt í fyrra enda stórhættuleg að hluta til og við lögðum áherslu á að þetta færi sem fyrst," sagði Þórir Hákonarson íþróttastjóri Þróttar við Fótbolta.net.

„Ætlunin er einfaldlega að stækka verulega æfingasvæðið, með þessu móti munum við koma þremur völlum í fullri stærð þversum á svæðið og hugmyndin að í nánustu framtíð verði a.m.k. hluti lagður gervigrasi. Svæðið verður a.m.k ekki löglegt fyrir leiki i Inkasso eða Pepsi þegar engin áhorfendaaðstaða er þarna."





Athugasemdir
banner
banner
banner
banner