Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 22. mars 2018 15:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Sky Sports 
Zlatan að yfirgefa Man Utd
Mynd: Getty Images
Fjölmargir fjölmiðlar hafa greint frá því í dag að Zlatan Ibrahimovic hafi leikið sinn síðasta leik fyrir Manchester United, þar á meðal hafa Sky Sports og ESPN birt fréttir þess efnis.

Zlatan er á leið í MLS-deildina vestanhafs og er LA Galaxy sagður líklegasti áfangastaður hans.

Jose Mourinho, stjóri Manchester United, hefur talað um að Zlatan fari eftir tímabilið en von er á félagaskiptum hans á næstu dögum.

Tímabilið í MLS-deildinni er hafið og er félagskiptaglugginn þar opinn til 1. maí næstkomandi.

Hinn 36 ára gamli Zlatan hefur lítið getað beitt sér á tímabilinu vegna meiðsla en hann var frábær á því síðasta og var hann markahæsti leikmaður United með 28 mörk í 46 leikjum.

Zlatan hefur átt magnaðan feril sem hann mun líklega enda í Bandaríkjunum.



Athugasemdir
banner
banner