Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 22. apríl 2014 12:00
Elvar Geir Magnússon
Meistaraspáin: Atletico spáð sigri gegn Chelsea
Atletico Madrid fær Chelsea í heimsókn í kvöld.
Atletico Madrid fær Chelsea í heimsókn í kvöld.
Mynd: Getty Images
Mourinho mætir til Spánar í kvöld.
Mourinho mætir til Spánar í kvöld.
Mynd: Getty Images
Undanúrslitin í Meistaradeild Evrópu hefjast í kvöld þegar Atletico Madrid mætir Chelsea.

Hér að neðan má sjá spá sérfræðinganna fyrir leik kvöldsins.

Fótbolti.net (Magnús Már Einarsson)

Atletico Madrid 2 - 1 Chelsea
Atletico Madrid heldur áfram að gera frábæra hluti á heimavelli. Diego Costa er líklega á leið til Chelsea í sumar og hann gulltryggir það að Roman Abramovich mun taka upp veskið í sumar með því að skora bæði mörk Atletico í kvöld. Andre Schurrle skorar hins vegar mikilvægt útivallarmark fyrir Chelsea og gerir um leið síðari viðureignina hrikalega spennandi.

Kristján Guðmundsson

Atletico Madrid 2 - 0 Chelsea
Ég tel að Chelsea nái ekki að skora hið mikilvæga útivallarmark á Vicente Calderon í kvöld eins og þeir gerðu í París í seinustu umferð. Atletico vita að þeir verða að sigra heimaleikinn til að eiga möguleika á að komast í úrslitaleikinn en hvort þeir láti sér nægja að vinna einungis 1-0 mun koma í ljós. Mjög mikilvægt er fyrir bæði lið að lykilleikmenn spili leikinn en óvíst er með þátttöku Hazard og að missa hann skiptir máli fyrir Chelsea.

Hjörtur Hjartarson

Atletico Madrid 1 - 0 Chelsea
Öskubuskuævintýri Madridinga hefur verið með hreinum ólíkindum. Enginn efast lengur um að hér sé hörkulið á ferðinni sem getur farið alla leið. Ég held að Atletico fari með sigur af hólmi í þessum leik. Það er mikill meðbyr með liðinu. Ekkert ólíklegt hinsvegar að Mourinho nái að snúa taflinu sér í vil í seinni leiknum.

Staðan (3 stig fyrir rétt skor - 1 stig fyrir rétt tákn)
Fótbolti.net - 17
Kristján Guðmundsson - 15
Hjörtur Hjartarson - 13
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner