Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 22. apríl 2014 09:54
Daníel Freyr Jónsson
Gary Neville ósáttur með United - Vildi gefa Moyes lengri tíma
Gary Neville ásamt Ryan Giggs, tímabundnum stjóra United.
Gary Neville ásamt Ryan Giggs, tímabundnum stjóra United.
Mynd: Getty Images
Gary Neville, sparkspekingur á Sky Sports og fyrrum leikmaður Manchester United, er ekki sáttur með hvernig félagið meðhöndlaði brottreksturinn á David Moyes.

Félagið tilkynnti í morgun um brottrekstur Skotans eftir 10 mánuði í starfi, en um miðjan dag í fór af stað hávær orðrómur um að hann væri á förum. Við það er Neville ósáttur og segir þetta ekki vera líkt United.

,,Síðustu 15 eða 16 tímar, eða hvað lengi sem þetta hefur tekið - Mér líkaði þeir ekki," sagði Neville.

,,Félagið á ekki að bera sig með þessum hætt, en þetta er nútíminn. Ég vil halda í hefðirnar og það hefði verið hægt að eiga við þetta mun betur."

,,Sem fagmaður finnst mér að stjórar eigi að fá tíma til að ljúka vinnu sinni. Hugmyndin um að gefa mönnum sex ára samning og henda þeim síðan út eftir 10 mánuði er eitthvað sem er ekki eðlilegt fyrir mér."
Athugasemdir
banner
banner
banner