Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 22. apríl 2014 12:30
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: Goal/Yahoo 
Miranda: Af hverju ættum við að hræðast Chelsea?
Joao Miranda skilur ekki hvers vegna Atletico ætti að hræðast Chelsea
Joao Miranda skilur ekki hvers vegna Atletico ætti að hræðast Chelsea
Mynd: Getty Images
Joao Miranda er varnarmaður í liði Atletico Madrid sem segist ekki skilja hvers vegna fólk líti ennþá á Atletico sem spútnik lið.

Atletico er á toppi spænsku deildarinnar og mætir Chelsea í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í kvöld.

Þetta frábæra tímabil félagsins hefur komið mörgum á óvart og skilur Miranda ekki hvers vegna, í ljósi þess að Atletico hefur verið með samkeppnishæft lið síðustu ár.

,,Sumt fólk var of hissa þegar við slógum Barcelona úr leik, eins og ef Atletico væri allt í einu orðið gott lið upp úr þurru," sagði Miranda í hæðnistón við The Guardian.

,,Ég skil ekki hvers vegna við þurfum að vera hræddir við Chelsea ef við vorum ekki hræddir við Real Madrid þegar Mourinho var við stjórnvölinn þar milli 2010 og 2013.

,,Chelsea er frábært lið en það er Barcelona líka. Chelsea þarf að vilja sigurinn meira en við til að vinna, og það er ekki að fara að gerast."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner