Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 22. apríl 2014 20:40
Daníel Freyr Jónsson
Petr Cech úr axlarlið - Tímabilið búið
Petr Cech.
Petr Cech.
Mynd: Getty Images
Búið er að staðfesta að Petr Cech, markvörður Chelsea, hafi farið úr axlarlið í leik liðsins gegn Atletico Madrid í kvöld.

Cech fór að velli eftir tæplega 20 mínútur eftir að hafa lent illa þegar hann varðist hornspyrnu Atletico. Ljóst er að tímabilið er búið hjá markverðinum.

Strax var ljóst að um alvarleg meiðsli væri að ræða þar sem Cech bað samstundis um skiptingu og var sárþjáður er hann labbaði af velli.

Þetta er mikið áfall fyrir Chelsea sem stendur í harðri baráttu um enska meistaratitilinn. Mætir liðið Liverpool í toppslag um komandi helgi, auk þess sem Atletico mætir á Stamford Bridge í undanúrslitum Meistaradeildarinnar í næstu viku. Mark Schwarzer mun af öllum líkindum verja mark Chelsea út tímabilið.
Athugasemdir
banner
banner